Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Dóttirin birtir síðustu ljósmyndina af Lisu Marie fyrir andlátið: „Mér finnst ég blessuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir Lisu Marie Presley heitinnar birti síðustu ljósmyndina sem hún tók af móður sinni fyrir andlát hennar.

Riley Keough, dóttir Lisu Marie Presley og barnabarn Elvis Presley, birti ljósmynd í gær á Instagram en myndin er sú síðasta sem hún tók af móður sinni en hún dó á dögunum aðeins 54 ára gömul. Við ljósmyndina skrifaði hún: „Mér finnst ég blessuð að eiga ljósmynd af síðasta skiptinu sem ég hitti mína fallegu mömmu. Þakklát @georgieflores tók þessa.“

Lisa Marie átti hina 33 ára Riley og bróður hennar Benjamin, sem lést í júlí 2020, aðeins 26 ára gamall, með fyrrverandi eiginmanni sínum Danny Keough. Þá átti hún einnig 14 ára tvíbura, Finley og Harper, með fyrrum eiginmanni sínum, Michael Lockwood.

Hér má sjá ljósmyndina:

Fallegar mæðgur.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -