Gunnar Smári Egilsson svarar Jóhannesi Þór Skúlasyni fullum fetum en sá síðarnefndi segir Eflingu ráðast á ferðaþjónustuna með fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum sínum.
Jóhannes Þór, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í samtali við Mbl.is í gær að Efling sé í raun að ráðasta á ferðaþjónustuna með fyrirhugað verkfall sitt.
Þessu er Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, ósammála. Svarar hann Jóhanni á Facebook-síðu Sósíalista. Svarið er stutt en hnitmiðað:
„Æ, góði besti. Launin sem þið greiðið er árás á verkafólk, fjölskyldur þeirra og börn. Skammist ykkar til að borga fólki laun sem hægt er að lifa af.“