Bandarískt fyrirtæki hefur fengð leyfi til að framleiða kjöt sem ræktað er á rannsóknarstofu.
Fyrirtækið Upside Foods hefur nú fengið reglugerðarsamþykki fyrir framleiðslu á kjöti sem ræktað er á rannsóknarstofu. Reiknar fyrirtækið með því að byrja að selja slíkt kjöt til veitingastaða á þessu ári og hyggst koma kjötinu í stórmarkaði árið 2028.
Enginn kjúklingur er skaðaður við framleiðsluna en kjötið er unnið úr frumum kjúklinga og einfaldlega ræktað á rannsóknarstofunni, án þess að það breytist í lifandi veru.
Hér má sjá myndband um þetta ótrúlega mál hjá BBC: