Lögregla var kölluð út í gær þar sem að einstaklingur hafði skemmt innkaupakerru í hverfi 103. Aðilanum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Í hverfi 108 bárust lögreglu tvær tilkynningar vegna þjófnaðar úr verslunum. Nokkrir einstaklingar liggja undir grun í fyrra málinu en þjófurinn náðist í seinna skiptið.
Frosinn jarðvegur hrundi ofan í holu á vinnusvæði í hverfi 221 í gærkvöldi. Starfmaður verktaka hlaut minniháttar áverka á fæti og var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Ruslatunnur stóðu í ljósum logum í Kópavogi í gær. Slökkviliði hafði tekist að slökkva eldinn þegar lögreglu bar að garði. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp þar sem bifreið og vespa rákust saman. Einstaklingurinn á vespunni hlaut minni háttar meiðsli en tjón varð á báðum ökutækjum.