Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Anton skaut með byssu á Norðmennina: „Hann stóð þarna vígalegur eins og Rambó með haglabyssuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann stóð þarna vígalegur eins og Rambó með haglabyssuna og reiknaði með að það myndi duga; hann ætlaði náttúrulega aldrei að skjóta nokkurn mann,“ segir Eiríkur Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri á Hágangi, í viðtali við Sjóarann um upphaf átaka sem hann lenti í við norsku strandgæsluna á alþjóðlegu hafsvæði við Svalbarða.

Togarinn Hágangur var skotinn af strandgæslunni.

Norsku dátarnir ætluðu að koma um borð í Hágang og hertaka skipið. Eiríkur skipstjóri var á öðru máli. Þegar léttbátur strandgæslunnar kom að skipinu leist Eiríki ekkert á blikuna. Hann sagði körlunum niðri á dekki að taka til spúlslönguna og reyna að spúla dátana í burtu. Báturinn hörfaði um stundarsakir en sneri svo aftur. Þá tók 150 kílóa, tveggja metra hár stýrimaður Eiríks, Anton Ingvason frá Dalvík, sig til og óð aftur í skut með haglabyssu og hleypti af. Þar með fór allt í bál og brand. Viðtalið í heild sinni er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -