Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Biden biðlar til mótmælenda eftir að lögreglumenn drápu svartan mann: „Hann var mennskt piñata“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur mótmælendur í Tennessee til að halda friðinn áfram en í dag stendur til að birta hrottalegt myndband opinberlega, þar sem fimm lögregluþjónar sjást berja mann til bana, eftir umferðastopp.

Myndband frá líkamsmyndavél (e. bodycam) sem sýnir andlát hins 29 ára Tyre Nichols, verður að sögn BBC birt opinberlega í dag en fjölskylda hans og lögfræðingar hennar, sem hafa séð myndbandið, segja það sýna Nichols barinn til bana af lögreglumönnum.

Lögreglumennirnir fimm hafa allir verið reknir og verða kærðir fyrir morð en Nichols lést nokkrum dögum eftir að hafa verið stöðvaður við umferðaeftirlit 7. janúar síðastliðinn.

Memphis-búar eru sagðir brjálaðir yfir málinu og hefur lögreglan aukið eftirlit.

Mennskt piñata

„Mér er illt yfir því sem ég sá,“ sagði forstjóri rannsóknarlögreglu Tennessee, David Rausch í gær eftir að hafa horft á myndskeiðið en hann sagði barsmíðar lögreglumannanna „algjörlega skelfilegar“.

- Auglýsing -

Nichols, sem er dökkur á hörund, var stoppaður af fimm lögreglumönnum, sem einnig eru dökkir, á leið sinni heim eftir að hafa tekið ljósmyndir af sólsetrinu í lystigarði í nágrenninu, að sögn lögmanns fjölskyldu hans. Lögreglan segir að hann hafi verið stöðvaður vegna gruns um gáleysislegan akstur. Samkvæmt yfirvöldum byrjuðu átökin er Nichols reyndi að flýja á fótum af vettvangi þegar lögreglan nálgaðist bifreið hans. Næstu átök hafi svo orðið þegar lögreglumennirnir reyndu að handjárna hann. Síðar kvartaði Nichols yfir öndunarerfiðleikum og var fluttur á sjúkrahús, að sögn lögreglunar en þar var hann sagður í lífshættulegu ástandi.

Lögmaður fjölskyldu Nichols segir að myndskeið frá líkamsmyndavél lögreglunnar sýni að Nichols hafi verið spreyjaður með piparspreyi, stuðaður með rafbyssu, honum haldið og í hann sparkað. Líkti hann atvikinu við það sem Rodney King mátti þola af hendi lögreglunnar í Los Angeles fyrir meira en 30 árum.

Allir fimm lögreglumennirnir eru kærðir fyrir morð af annarri gráðu, grófa líkamsárás, mannrán, brot í opinberu starfi og kúgun í opinberu starfi. Þeir Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills Jr, Emmitt Martin III og Justin Smith voru allir sendir í fangelsi í gær en þeir byrjuðu allir hjá Mempis lögreglunni síðustu sex árin en voru reknir í síðustu viku.

- Auglýsing -
Frá vinstri: Demetrius Haley, Desmond Mills, Jr, Emmitt Martin III, Justin Smith and Tadarrius Bean

Biden biðlar

Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann bað fólk um að halda ró sinni en von er á að yfirvöld birti myndskeiðið í dag. „Ég bið líkt og fjölskyld Tyre, um friðsamleg mótmæli. Reið er skiljanleg en ofbeldi er aldrei ósættanlegt. “

Lögreglustjóri Memphis lögeglunnar, Cerelyn Davis, sem er fyrsta dökka konan til að gegna þeirri stöðu í borginni, kallaði einnig eftir friðsamlegum mótmælum gegn því sem hún kallaði „vöntun á mennsku gagnvart annarri manneskju.“

Fjölskylda Nichols og lögfræðiteymi hennar hefur fengið að líta á myndskeiðið af handtökunni fyrr í vikunni. „Hann var mennskt piñata,“ sagði Antonio Romanucci lögmaður um innihaldið. „Þetta voru óhindraðar, gengdarlausar og stanslausar barsmíðar  sem ungi maðurinn þurfti að þola í þrjár mínútur.“

Á blaðamannafundi í gær sögðu lögmenn tveggja af þeim fimm sem kærðir voru fyrir manndrápið, ætli að berjast gegn kærunni. „Enginn þarna vildi Tyre Nichols dauðan þessa nótt,“ sagði lögfræðingur annars þeirra.

Góður strákur

Fjölskylda Nichols mun minnast hans sem „góðs stráks“ sem elskaði ljósmyndun og hjólabretti. Hinn eins barna faðir vann hjá FedEx-flutningafyrirtækinu en hann þjáðist af Crohn´s sjúkdómnum og hafði orðið fyrir miklu þyngdartapi að sögn ættingja hans.

Mannréttindafrömuðurinn, Séra Al Sharpton sagði BBC a hinn meinti glæpur sé sérstaklega sár vegna kynþáttar lögreglumannanna. „Við börðumst fyrir því að fá svart fólk í lögregluna,“ sagði hann. „Það að þeir skuli brjóta svo gróflega af sér er hriklalegra en ég get útskýrt fyrir þér. Ég trúi ekki að þessi fimm svörtu lögreglumenn hefðu gert þetta ef um ungan hvítan mann væri að ræða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -