Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Heimir Örn Árnason ákærður í Hoppukastalamálinu á Akureyri – Vill ekki tjá sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna er slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan, en það er ruv.is sem greindi fyrst frá.

Er sakborningunum fimm gert að sök að hafa sýnt stórfellt aðgæsluleysi sem og vanrækslu við það að tryggja öryggi í leiktækinu.

Kemur fram að hoppukastalinn er í eigu fyrirtækisins Perlan ehf. sem gert hafði samning við aðila frá Knattspyrnufélagi Akureyrar varðandi leigu á kastalanum.

Í ákærunni kemur skýrt fram að eigandi kastalans myndi sjá um að setja hann niður og festa hann við jörðu; eru þrír sakborninganna ákærðir fyrir að vanrækja það hlutverk.

Einnig segir að hinir tveir sakborningarnir séu í forsvari fyrir leigjandann, á vegum íþróttafélagsins KA, og eru þeir ákærðir fyrir sömu sakir.

Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar á Akureyri er á meðal sakborninga, en það herma heimildir fréttastofu RÚV og vildi hann ekki tjá sig um málið.

- Auglýsing -

Þetta mál höfðar saksóknari vegna fjögurra barna; tvö þeirra handleggsbrotnuðu í slysinu, eitt braut herðablað; fjórða barnið hlaut alvarlega áverka.

Í ákærunni kemur fram að jarðfestingar hafi verið of fáar til að halda kastala af þessari stærð; hann hafi aðeins verið festur niður á útjöðrunum og að engar jarðfestingar hafi verið inni í kastalanum eða á milli eininga.

Mun málið verða þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra 9. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -