Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víðast hvar á landinu um hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings mun veðrið versna hratt eftir hádegið. Á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa verður viðvörun appelsínugul og gildir hún fram á þriðjudag.
Þá hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar sem verður á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Þá hefur verið boðað til samráðsfundar Almannavarnadeilda ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna. Þá er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspá en mjög líklegt þykir að veðrið komi til með að hafa áhrif á samgöngur víða.