Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Segir Ólaf Ragnar skulda þjóðinni 600 milljónir: „Tilgangslaust og marklaust þvaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson finnst að Ólafur Ragnar Grímsson eigi að borga Íslendingum miskabætur vegna Icesafe.

Hinn skelleggi samfélagsrýnir Björn Birgisson fer mikinn í nýrr færslu á Facebook. Þar segir hann frá upprifjun fjölmiðla á dögunum í tilefni af 10 ára afmæli frá lausn Icesave-deilunnar. Segir hann að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, hafi komið frá af þessu tilefni og hælt sjálfur sér „undir rós“ vegna Icesave málsins en eins og frægt er sendi Ólafur Ragnar málið tvíveigis í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Mjög fyndin uppákoma í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum.

10 ár voru liðin frá lausn Icesave deilunnar við Breta og Hollendinga.
Ólafur Ragnar Grímsson birtist í fjölmiðlum og hældi sjálfum sér undir rós vegna Icesave málsins, enda áhrifavaldur sem þekkir alla helstu valda- og vísindamenn heimsins, eins og hann hefur svo oft komið á framfæri.
Mjög lítið hefur farið fyrir því í umræðunni og greiningunni hvernig Icesave-málið endaði, eftir allt saman, deilur og flokkadrætti sem voru að ganga að þjóðinni dauðri!
Málið endaði þannig að Bretar og Hollendingar fengu allan höfuðstól Icesave skuldbindingarinnar greiddan úr þrotabúi Landsbankans, og 20 milljarða króna, í gjaldeyri reyndar, að auki í vexti úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta.
Allt ævintýrahjal og sjálfshól „hetjunnar“ á Bessastöðum tilgangslaust og marklaust þvaður.
Réttast væri að senda honum reikning upp á 600 milljónir króna fyrir að hafa gjörsamlega að óþörfu leitt þjóðina að kjörborðinu í tvígang að ekki sé nú talað um miskabætur fyrir að hafa klofið þjóðina í herðar niður með framferði sínu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -