Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Egill Helgason, er að leita sér að rúmi til að kaupa – og hefur það ekki gengið nægilega vel að hans mati:
„Heimurinn var einfaldari. Maður þurfti til dæmis ekki að afgreiða sjálfan sig í bönkum eða verslunum. Ein afleiðing tölvubyltingar er að skriffinnska hefur aukist gríðarlega. Þannig sparast í raun afar lítill tími við þetta allt – líklega þvert á móti. En ég ætlaði ekki að tala um þetta.“
Egill ætlaði að tala um þetta:
„Önnur deild þar sem flækjustig hefur hækkað gríðarlega eru rúm. Það er nánast heil vísindagrein að velja sér rúm til að sofa í. Þau eru með mörgum lögum – og svo segja menn að sum rúm séu hættuleg, jafnvel banvæn. Sum eru kynnt sem heilsurúm – önnur eru stillanleg.“
Egill segir að lokum að hann sé við að gefast upp á leitinni að hinu fullkomna rúmi:
„Við þurfum að kaupa rúm, en ég er gjörsamlega búinn að týna áttum.“