Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtalka atvinnulífsins, er óhress með þá niðurstöðu kosningu Eflingarfólks á Íslandshótelum að boða til verkfalls. Hann segir við Moggann að sú niðurstaða sem 2 af hverjum þremur sem greiddu atkvæðí studdu sé „mikið reiðaslag fyrir forystu Eflingar“. Þetta er frekar frjálsleg túlkun á niðurstöðunni sem þýðir einfaldlega að Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar unnu sigur og ná að knýja fram verkfall hjá einu fyrirtæki.
Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins tekur með þessu þeim breytingum að bakland Sólveigar Önnu styrkist. Sólveig á allt undir því að ná fram gríðarlegum kjarabótum og standa þannig við fyrirheitin gagnvart láglaunafólkinu. Flestum er ljóst að það er skollið á stríð á vinnumarkaði og bylting á kjörum öreiganna er markmiðið …