Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands, alþingismaður og ráðherra, afhenti Þjóðskjalasafninu einkaskjalasafn sitt fyrir 7 árum síðan.
Þrátt fyrir að svo mörg eru séu liðin þá er skjalasafnið enn lokað almenningi sem og fræðimönnum.
Hins vegar er staðan sú að endanlegum frágangi sem og skráningu á skjalasafninu var lokið fyrir ári síðan:
„Því miður hefur ekki enn verið gengið frá samningi um aðgengi,“ segir Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafnsins, í samtalið við mbl.is.
Hann bætir því við að hann hafi farið með Ólafi Ragnari í gegnum skjalaöskjur í fyrra til að ákveða með aðgang:
„Ólafur sjálfur hefur verið nokkuð upptekinn og því hefur dregist svona mikið að klára málið. Við höfum rætt um að reyna að klára samninginn á þessu ári,“ sagði Njörður að endingu.