Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

„Langar að vera fyrirmynd fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á iðnnámi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og konditor, er nýkominn úr námi í sögufrægu konditori í Kaupmannahöfn og er nú að undirbúa opnun veisluþjónustu í húsnæði við Flatahraun 31 í Hafnarfirði. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 3. tbl. 2020, gefur hann okkur uppskriftir að makrónum og glæsilegri tertu og að því tilefni skelli hann í Instagram-leik í samstarfi við Gestgjafann.

 

„Í tilefni þess að nýi Gestgjafinn er kominn út og ykkar maður er í blaðinu er ég með gjafaleik á Instagram-síðunni minni, undir notandanafninu @gulliarnar, í samstarfi við Gestgjafann. Í vinning eru tvær netáskriftir af Gestgjafanum í heilt ár og tvær makrónuöskjur frá mér,“ segir Gunnlaugur.

Til að taka þátt þarf að elta @gulliarnar og @gestgjafinn á Instagram og merkja þann vin sem þú vilt deila vinningnum með í athugasemd við færsluna sem Gunnlaugur er með á síðunni sinni. Dregið verður sunnudaginn 22. mars.

Myndrænt til að vekja áhuga

Áherslur Gunnlaugs eru fyrst og fremst að framleiða hágæða vörur úr fyrsta flokks hráefni. Hann er fullur af eldmóði og hugmyndum úr náminu og langar að gera meira af því sem sést og þekkist erlendis.

- Auglýsing -

„Ég legg mikið upp úr því að sýna hráefninu og vörunni sem ég er að vinna að virðingu og gefa ferlinu til að framleiða fullkomna vöru þann tíma sem hún krefst. Ég hef fundið fyrir miklum áhuga fólks að fá nýjungar í bakarís- og tertuflóruna á Íslandi. Það sem er í tísku og sést mikið á Instagram, sérstaklega hjá þeim sem eru stærstir í bransanum, eru glaze-aðar mirror-tertur svokallaðar. Rúlluð deig, sérstaklega croissant og vínarbrauð sem eru í mikilli sókn og sjást í alls konar útfærslum. Í dag snýst allt mikið um liti og útlit og ég hef orðið var við að vörurnar þurfa að vera myndvænar til að vekja áhuga. Einnig er viðskiptavinurinn orðinn meðvitaðari um það hráefni sem notað er og alltaf er meiri vitundavakning fyrir góðu handverki og gæðahráefni meðal almennings. Mér finnst þetta skemmtileg þróun að taka þátt í, að framleiða bragðgóðar og á sama tíma fallegar vörur þar sem listrænt frelsi fær að njóta sín.“

Stórar makrónur úr smiðju Gunnlaugs með ferskum berjum á milli. Mynd/Hallur Karlsson

Brennandi ástríða fyrir faginu

Fram undan hjá Gunnlaugi er heimsmeistarakeppni í kökugerð fyrir 25 ára og yngri í Taívan. „Upphaflega átti keppnin að fara fram 10.-13. mars en vegna Covid-19 er búið að tímasetja keppnina 28. júlí – 3. ágúst.“

- Auglýsing -

Gunnlaugur segist heppinn að vinna við sitt stærsta áhugamál en frá fyrsta degi í bakaríinu hefur hann haft brennandi ástríðu fyrir faginu. „Mig langar að vera fyrirmynd fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á iðnnámi og sýna fram á þau tækifæri sem í boði eru. Mig langar til þess að gera bakstur sýnilegan á Íslandi og sýna fólki hvað það er margt skemmtilegt í boði í þessu fagi. Ég er mjög sýnilegur á Instagram undir nafninu @gulliarnar þar sem ég leyfi fólki að skyggnast bak við tjöldin og sýni frá flestum hliðum bakstursins.“

Gunnlaugur skreytir glæsilega tertu en uppskriftin að henni er í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 3. tbl. 2020. Mynd/Hallur Karlsson

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -