Maggi í lífsháska þegar Mýrafelli hvolfdi – Beið innilokaður eftir að stýrishúsið fylltist

top augl

Guðmundur Magnús Kristjánsson frá Þingeyri, eða Maggi eins og flestir þekkja hann, komst í hann krappan þegar skipinu Mýrafell ÍS sem hann var skipstjóri á hvolfdi á einu augabragði þegar þeir voru að hífa inn síðasta pokann. Hann var innilokaður í brúnni og þegar hann reyndi að teygja sig í tól talstöðvarinnar til að gera nærstöddum bátum viðvart hafði þegar flætt yfir það.

Maggi man þetta svo vel að hann getur sagt okkur að þetta gerðist þann 26. júní, árið 1996, 27 mínútur gengnar eitt eftir miðnætti.

Eina leiðin fyrir Magga að komast út úr stýrishúsinu var að bíða þess að það fylltist af sjó því að á meðan loftmótstaða var í brúnni var honum ómögulegt að opna dyrnar. Þegar nefið eitt stóð orðið upp úr stakk hann sér á kaf og komst út en þá kom hann upp undir dekkið. Hann hafði áætlað að kafa undan skipinu stjórnborðsmegin því það var styttra en þar sem skipið var á hvolfi fór hann í ranga átt og þurfti að synda undir allan bátinn en að hans sögn var erfiðast að komast yfir hlunningarnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni