Hulda var seinasti íbúinn í Hornvík: ,,Brjóstamjólkin fór öll í kaffið hjá Pétri“ SEINNI HLUTI

top augl

Þegar hér er komið við sögu, í seinni hluta viðtalsins við Huldu Eggertsdóttur (88 ára) fyrrverandi íbúa í Hornvík, segir hún frá því að hún vissi alltaf að það væri ekkert vit í því að búa í Hornvík þegar hún varð barnshafandi. Þau hjónin fóru um á skíðum þegar haldið var í heimsókn á Hornbjargsvita. Hún tekur sig aldrei hafa verið mjög sleipa á skíðum og ef brekkurnar voru of brattar settist hún niður á skíðin því hún vildi frekar missa rassinn úr buxunum en detta á hausinn. Þó kom það fyrir þegar hún var kasólétt í einni brekkunni að hún datt og kútveltist niður hlíðina.

Hulda Eggertsdóttir á heimil sínu í Bolungarvík.
Mynd: Reynir Traustason.

Þegar þau hjónin ákváðu að flytjast á brott af Hornströndum var ekkert í stöðunni nema að losa sig við skepnurnar. Vegna hættu á mæðuveiki þurfti að smala sauðfénu öllu beint í slátrun en beljan og kötturinn fóru til vitavarðarins á Hornbjargsvita. Henni þótti sorglegt að heyra af því að vitavörðurinn var svo hræddur við köttinn að hann skaut hann á færi eins og tófu.

Hún þurfti að hafa drenginn hjá móður sinni á Bolungarvík í rúma viku vegna þess að hún þurfti annarsvegar að ganga frá húsinu en hins vegar voru hjá henni hátt í tug eggjakalla sem voru að síga í bjargið. Hún eldaði náttúrulega fyrir þá alla en hún var þá orðin þreytt enda ný búin að eiga barn sem olli því að hún var farin að missa mjólkina. Til að koma í veg fyrir stálma hafði hún með sér pumpu og brjóstaglas til að halda við brjóstamjólkinni.

Mjólkin fór þó ekki til spillis því öll fór hún út í kaffið hjá Pétri mági hennar.

Reynir Traustason ræddi við Huldu á heimili hennar í Bolungarvík. Þar býr hún ein eftir að eiginmaður hennar, Þorkell Sigmundsson lést.

Fyrri hluta viðtalsins er að finna hérna. https://www.mannlif.is/veftv/hulda-var-med-riffilinn-hladinn-af-otta-vid-bjarndyr-eg-hefdi-aldrei-hitt-en-thad-er-sama/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni