Grunsamlegur ökumaður var stöðvaður vegna undarlegs aksturslags. Talið var að hann væri undir áhrifum fíkniefna auk áfengis. Þá hafði hann einnig ekið yfir á rauðu ljósi og í ljós kom að hann er sviptur ökuréttindum. Ökuníðingurinn var laus úr haldi lögreglu eftir hefðbundið ferli á lögreglustöð.
Aðili handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður reynir að hlaupa undan lögreglu við afskipti en er handtekinn eftir skamma eftirför á fæti. Þá grunar lögreglu einnig að viðkomandi sé án ökuréttinda og að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarmerkjum.
Eitthvað hafði verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna veðurhamsins. Hurðir höfðu fokið upp og gervihnattadiskar losnað.
Þó nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Samkvæmt dagbók lögreglu var nóttin róleg.