Hryðjuverkamálinu gegn þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni hefur verið fellt niður.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði ákærum samkvæmt ákæruliðum eitt og tvö í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, gegn þeim Sindra og Ísdór, frá fyrir stundu. Voru þeir sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk en saksóknari hefur nú möguleika á að kæra úrskurðinn til Landsréttar og tekur sér þann kærufrest sem er honum lögbundinn. Eftir stendur þó vopnalagakafli ákærunnar sem eru veigaminni sakarefni.
Í samtali við Mannlíf sagðist Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs vera ánægður með frávísunina. „Jú, þetta er mikill léttir og ánægja.“ Hvað varðar mögulega kæru skjólstæðings síns vegna rangrar sakargiftar segir Sveinn Andri að málið sé ekki komið svo langt. „Það er ekkert á borðinu núna sko, þetta er eitthvað sem er bara í fullu ferli ennþá.“