Inn á Facebook-grúppunni Sparnaðar tips má finna mörg góð sparnaðarráð. Lena Mist deildi á dögunum frábæru sparnaðarráði. Hún kaupir alltaf heilan ferskan kjúkling og hlutar niður sjálf. Í þessu tilfelli hafði hún keypt 3 heila kjúklinga á tilboði í Nettó og kostaði hvert stykki 1100 krónur. Hér má sjá það magn sem kom eftir að kjúklingarnir voru úrbeinaðir.
1400 gr bringur
450 gr filé
435 gr vængir
750 gr leggir
635 gr læri (ekki úrbeinuð)
Fyrir allt þetta greiddi Lena 3300 krónur.
Blaðamaður Mannlífs kannaði hvað sama magn myndi kosta út í búð ef keypt væri í neytendapakningum. Sama magn af Krónu kjúkling kostar 6771 krónu og frá Holta kjúkling kostar það 7797 krónur.
Af þessu má sjá að það er hægt að spara töluvert með útsjónasemi og smá auka vinnu.