Heldur betur er farið a hitna undir kolunum í kjarabaráttu Eflingar eftir að dómur féll ríkissáttasemjara í vil á dögunum. Gunnar Smári Egilsson talar um fasisma í nýrri færslu.
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári er síður en svo sáttur við viðtal sem Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var í á Bylgjunni í hádeginu í dag. Þar segir Gunnar Smári að Halldór hafi verið að kalla á ríkisvaldið svo það beiti sér til að „berja niður verkfallsbaráttu láglaunafólks“. Segir hann fasisma bankar á dyrnar. Færslan hljóðar eftirfarandi:
„Halldór Benjamín er í hádegisfréttum Bylgjunnar að kalla á ríkisvaldið, að það beiti sér til að berja niður verkfallsbaráttu láglaunafólks. Sagan er að skrifast fyrir framan okkur, fasisminn bankar. Í þetta sinn mætir hann með nýja hárgreiðslu.