Glúmur Baldvinsson er með skemmtilegri mönnum; segir sínar skoðanir umbúðalaust og er bráðsnjall sögumaður.
Hann er virkur á samfélagsmiðlum og veitir fólku gleði og birtu í landi hins langa veturs, og skrifar:
„Horfði á þáttinn Storm sem ég kýs að kalla Storm í vatnsglasi eða tebolla. Því dramað er einsog svarti dauði hafi riðið yfir þjóðina.“
Því næst:
„En mikið var frú Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík sjarmerandi og skemmtileg. Stjarna þáttarins. Minnti mig á skáldsagnarpersónu Halldórs Kiljans. Þessi sterka kona fyrri tíðar sem tók öllu með húmor og æðruleysi. Amma hinnar íslensku þjóðar einsog hún var.
Um C19 sem hún 102 ára lifði af sagði hún: „Æi þetta var leiðinda veira.““
Glúmur heldur upp á atriðið er þegar lesnar voru upp kveðjur til handa frú Helgu:
„Og þegar dóttir eða barnabarn hafði lesið henni kveðjur forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, spurði hún í forundran en með glettni: „Er forsætisráðherra kona?“
Einsog hún væri pínu skelkuð. Og svo hraut bara hvert gullkornið af öðru af vörum þessarar stórfenglegu konu.“