Íbúi á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við lögreglu í gærkvöld þegar hann varð var við mannaferðir í garði við heimili. Grunsamlegi aðilinn var farinn þegar lögreglu bar að garði. Síðar um kvöldið lokuðu tveir menn sig inn á salerni hótels og dvöldu þar í dágóða stund. Voru þeir nýfarnir þegar lögregla mætti á svæðið til að kanna hvað þeim gekk til.
Ógnandi maður með ofbeldistilburði var handtekinn á veitingastað í gærkvöldi. Sá gistir í fangaklefa lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann. Þá barst lögreglu heldur óvanaleg tilkynning um mann með exi að valda skemmdum. Málið er í rannsókn en engin exi fannst. Þá sinnti lögrega öðrum minniháttar málum og handtók meðal annars ölvaðan mann sem hafði ónáðað fólk.