Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ljósmynd af konungsfjölskyldunni valin ein af ljósmyndum ársins – Lúðvík prins stal senunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reuters ljósmyndarinn Hannah McKay er fréttaljósmyndari ársins 2022 hjá samtökum breskra fréttaljósmyndara. Meðal mynda hennar er afar spaugileg ljósmynd af konungsfjölskyldunni.

Samkvæmt BBC voru ljósmyndir McKay valdar úr ríflega 2.000 umsóknum ljósmyndara sem starfa í Bretlandi og annars staðar.

Þó að ljósmyndir hennar Hönnuh hafi allar verið glæsilegar stóð þó ein þeirra upp úr en hún sýnir konungsfjölskylduna á góðri stund á svölum Buckingham-hallarinnar.

Myndin er tekin þegar 70 ára valdaafmæli drottningarinnar stóð yfir en þar sést Karl Bretaprins, nú konungur í fullum skrúða líta í átt að Kate Middleton sem brosir sínu breiðasta. Elísabet drottning sést kátari en Hemmi Gunn á góðri stundu og Karlotta prinsessa hálfpartinn hlær. Það mætti ímynda sér að Karl sé nýbúinn að koma með hnyttinn pabbabrandara, slík er gleðin á svölum hallarinnar. En það er hins vega Lúðvík prins sem stelur senunni.  Myndina má líta augum hér fyrir neðan:

Lúðvík hefur sennilega ekki líkað hávaðinn í pöpulnum.
Ljósmynd: Hannah McKay – Reuters

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -