Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Situr uppi með tugmilljóna galla á húsi sínu og er hunsaður af Hafnarfjarðarbæ: „Aleigan er farin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sæmundur Jóhannsson er íbúi í Hafnarfirði, og hann hefur ekki fallega sögu að segja um viðbrögð bæjarins vegna alvarlegra gallamála á eign sinni.

„Mig langar að segja ykkur mína reynslu af fasteignaviðskipum í Hafnarfirði. Árið 2008 kaupum við hjónin hús á Burknavöllum. Við kaupum þetta hús í gegnum fasteingasöluna ÁS í Hafnarfirði sem full tilbúið hús.“

Sæmundur segir að „um 5 árum seinna komumst við að því að húsið er enn á fokheldisstigi en ekki full tilbúið hús eins og við töldum okkur vera að kaupa. Sem sagt þá vorum við plötuð af seljanda húsins og fasteingnasölunni ÁS til að kýla söluna í gegn. Ekkert stóð í kaupsamning að eignin væri á fokheldisstigi; það var gallamál á eigninni 2012, þá komumst við líka að því að eignin er ekki með byggingastjóra ábyrð frá árinu 2005, sem á ekki að vera hægt.“

Sæmundur hefur reynt oft að gera eitthvað í málunum en allsstaðar rekið sig á veggi innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar:

„Byggingafulltrúi Hafnarfjarðar móttekur bréf þess efnis árið 2005 að það sé engin byggingastjóratrygging á eigninni en stöðvar ekki framkvæmdir eins og lögin kveða um. Svo er húsið byggt algjörlega eftirlitslaust.

- Auglýsing -
Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

Ég sendi fjölda tölvupósta á Byggingafulltrúa Hafnarfjarðar vegna málsins en engum tölvupóstum var svarað.

Ég hef í tvö skipti reynt að fá lokaúttekt á eignina, en alltaf boðar byggingarstjórinn Arnór Friðþjófsson forföll klukkusstund fyrir boðaða fundi.“

- Auglýsing -

Eðlilega er Sæmundur ósáttur, enda er hús hans illa farið vegna áðurnefndra ástæðna sem Hafnarfjarðarbær hefur ekkert viljað gera í:

„Núna árið 2023 er ég með 40-50 milljóna króna galla á eigninni. Hef reynt að hafa samband við Rósu Guðbjartsdóttir bæjarstjóra sem svarar engum tölvupóstum; hef fengið neitun við bótaskyldu frá lögfræðingi Hafnarfjarðabæjar.“

Ívar Bragason lögmaður Hafnarfjarðarbæjar.

Mikil veikindi hafa verið hjá fjölskyldu Sæmundar vegna myglu sem fannst víða í húsinu, og enn er fjölskyldan að leita sér læknishjálpar sjö mánuðum eftir að þau yfirgáfu húsið:

„Múrarameistari hússins viðurkennir að hann hafi aldrei stigið inn í þetta hús, en kannast þó við uppáskrift sína sem Múrarameistari húsins.“

Að endingu segir Sæḿundur að „það er ljóst að Hafnarfjarðarbær ber ábyrð á eftirlitsskyldu á byggingum í bæjarfélaginu.

Ef byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar hefði stöðvað framkvæmdir árið 2005, eins og lög gera ráð fyrir, þá væri ég ekki með stórgallað hús og veika fjölskyldu sem er komin í leiguhúsnæði í öðru bæjarfélagi; aleigan er farin.

Það er alveg glatað að margfalda sínar skuldir með lántöku til að borga fyrir fúsk annara. Ég vona eftir næstu kostningar komi ný bæjarstjórn í Hafnarfirði sem kann að axla ábyrð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -