Samskiptaforritið TikTok uppgötvaði og blokkeraði 1.682 reikninga sem dreifði Rússneskum áróðri um stríðið í Úkraínu, til Evrópskra áhorfenda, samkvæmt tilkynningu úr herbúðum forritsins.
Samkvæmt TikTok gerði áróðursvefurinn út frá Rússlandi en miðaði aðallega á íbúar Þýskalands, Ítalíu og Bretlands. Rússnesku áróðursnotendurnir, sem voru dulbúnir sem evrópskir notendur, notuðust oft við talgervlaforrit. Alls voru fylgjendur þeirra meira en 130.000 talsins.
TikTok hefur einnig tilkynnt að fyrirtækið hafi lokað á vef rússneskumælandi áróðursreikninga sem starfa í Georgíu og miðaði á íbúa Kazakhstan, Belarús og Úkraínu. Í þeim hópi voru 18 einstaklingar sem samanlagt höfðu 85.000 fylgjendur.
Stuttu eftir innrás Rússlands í Úkraínu blokkaði TikTok beinar útsendingar og upphleðslu myndbanda frá Rússlandi og gáfu þá útskýringu að þetta væri gert til að verja notendur og starfsfólk vegna Rússneskra laga um níðtal um Rússneska herinn.
Það var hinn rússneski sjóræningjafréttavefur Meduza sem sagði frá málinu.