Akureyringurinn Ivan Mendez var að senda frá sér splunkunýtt lag, Backtothestar. Óhætt er að segja að Ivan hafi verið duglegur því hann hefur gefið út nýtt lag á fimm vikna fresti og er Backtothestar fjórði singúllinn af fimm laga EP-plötunni 5 Ways to Free a Heart. Með hverju lagi fylgja svo dagbókarfærslur þar sem tónlistarmaðurinn dregur ekkert undan.
„Út frá því fékk ég þá hugmynd að gefa út einlægar dagbókarfærslur með hverju lagi og opinbera algerlega það sem ég var að ganga í gegnum.“
Ivan kveðst stundum hafa bakkað og velt fyrir sér hvort hann væri í raun og veru nógu heiðarlegur við sjálfan sig. Hann viðurkennir að hafa oft hent því sem hann var að skrifa og byrjað upp á nýtt.
„Í lok árs upplifði ég svolítið sem varð til þess að ég fór bæði að velta ástinni fyrir mér og rýna í eigin textagerð og uppgötvaði þá að einhvers konar undirliggjandi ástarsorg er eins og rauður þráður í gegnum alla textana mína. Út frá því fékk ég þá hugmynd að gefa út einlægar dagbókarfærslur með hverju lagi og opinbera algerlega það sem ég var að ganga í gegnum og hætta að burðast einn með eigin tilfinningar,“ lýsir Ivan fyrir blaðamanni, þegar hann er spurður út í tónlistina.
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.