Heljarinnar uppákoma varð við lok ríkisstjórnarfundar þegar hópur félaga úr Eflingu undir stjórn Sólveigar Önnu Jónsdóttur stóð að mótmælum og hrakyrti einstaka ráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var kölluð svikari og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagður vera rasisti. Óljólst er af hverju hópurinn beindi spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar kjaradeilan er við Samtök atvinnulífsins og þann umdeilda Halldór Benjamín Þorbergsson.
Nettröll tóku mörg afstöðu með Sólveigu Önnu og töldu að hópurinn ætti vissulega erindi við ríkisstjórnina. Aðrir mótmæltu skrílslátunum. Þeirra á meðal er Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sem taldi Bjarna vera fórnarlamb ofstopafólks.
„… Ofstopafólk, sem kann enga mannasiði, ræðst að fjármálaráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinnn og hengir spjöld á ráðherrabílinn með látum og enginn hreyfir legg né lið …,“ skrifar hann á Facebook. Athygli vakti að Katrín forsætisráðherra kyssti á vöndinn og bauð „ofstopafólkinu“ að koma inn og ræða við sig en Bjarni ók á brott í fússi …