- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Atli Steinn hefur verið ansi iðinn á íslensku tónlistarsenunni og óhætt að segja að hann hafi svo sannarlega ekki verið við eina fjölina felldur.
Atli trommaði í rokksveitinni Ottoman en uppgötvaði síðan veröld hljómborða og hefur að eigin sögn „ekki snúið aftur úr hyldýpi þeirra“. Í dag er hann meðlimur hljómsveitanna Axis Dancehall og Tim Can Swim sem stefna báðar á að senda frá sér nýjar plötur á árinu.
Hér er listi sem Atli setti saman fyrir Albumm eftir að hafa kafað djúpt ofan í Spotify og YouTube, en á honum er að finna fimm plötur sem Atli segir að sé ómetanlegt að hlusta á í samkomubanni, sóttkví og einangrun.