Margir hafa velt fyrir sér hvað kalla skuli tímann eftir árið 2000. Andri Snær Magnason er einn af þeim.
Í nýrri færslu á Twitter veltir rithöfundurinn og leikritaskáldið góðkunna, Andri Snær Magnason, fyrir sér hvað kalla skuli árin og áratugina eftir árið 2000. Segist hann ekki hafa séð skilgreiningu á þessum tíma. Viðbrögðin við færslunni eru bæði fyndin og fræðileg.
Færslan hljóðar svo:
„Hvernig tölum við um tímann eftir 2000? Hvað kallast árin 2000-2010 og síðan 2010-2020? Bókmenntir sjöunda áratugs, tónlist níunda, en hef ekki séð skilgreiningu á tísku fyrsta áratugs etc… er post 2000 ein 23 ára klessa…?“
Ingi nokkur skrifaði athugasemd: „1. og 2. áratugur virkar í mín eyru. Svo hófst árþúsundið ekki fyrr en 2001, svona tæknlega :)“
Hið sama má segja um Kristínu sem gerir grín að markmiðum stjórnmálamanna á síðustu öld: „Vímuefnalausu- eða friðarárin eftir 2000. Á alltaf erfitt með að velja.“
Hr. Jón er með svar á reiðum höndum: „Góðærið og hrunið. Svo kemur 10 ára eyða fyrir covid.“
Claude nokkur slær svo botninn í svörunum við þessari fínu spurningu Andra Snæs: „Núllunda og Undunda áratugi“