Transfólk er beðið afsökunar á því að endurbirtur var hluti greinar af vef Morgunblaðsins sem felur í sér gríðarlega fordóma gagnvart þeim. Um er að ræða grein Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, sem skrifuð er af vanvirðingu, þekkingaleysi og fordómum. Bloggfærslur Páls hafa ítrekað verið birtar í Staksteinum Morgunblaðsins.
Það er skoðun Mannlífs að greinin af vef Morgunblaðsins sé óboðleg gagnvart því fólki sem þarna á í hlut og dæmi um hættulega þröngsýni gagnvart þjóðfélagshópi sem á í mikilli vörn. Framsetning endurbirtingarinnar var til þess að misskilningur varð um að þarna væri verið að lýsa velþóknun á skoðunum Páls. Það er alrangt og Mannlíf lýsir afdráttarlausri skömm á skrifunum.
Greinin hefur verið tekin úr birtingu.