Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fleiri en fjórtánhundruð heimskingjar á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt orðabók er orðið heimskur skilgreint sem: Reynslulaus, heimóttarlegur, fávís um góða siði, sbr. Jónsbók, 39.“ 

Með öðrum orðum, sá er húkir heima og þekkir fátt þess utan. 

Nýverið var færslu á samfélagsmiðlum deilt af yfir 1.400 heimsku fólki. Í færslunni var ljósmynd af sofandi einstaklingi í svefnpoka inni í strætóskýli. Sorgleg staða í íslensku samfélagi. Undir myndinni var ritaður texti þar sem att var saman heimilislausum Íslendingum og erlendu flóttafólki. Í færslunni var þeim sofandi gefið að vera Íslendingur og í sömu málsgrein var því kastað fram að allir erlendu flóttamennirnir sætu nú og yljuðu sér, í sínum sérúthlutuðu nýju íbúðum í Reykjavík. 

Fjölmargir heimskir Íslendingar deildu áróðursfærslunni, hneyksluðust og skömmuðust vegna þess hvernig komið væri fram við aumingja, heimilislausu Íslendingana.

Í sömu vikunni birtust fréttir um stórbruna í áfangaheimili, fimm fluttir á slysadeild og nágrannar í áfalli. Lögmæti húsnæðisins sem dvalarstaður orkaði tvímælis. Svo var flett ofan af því að áfangaheimilið var bæði fyrir Íslendinga og útlendinga í fíknivanda sem og erlent flóttafólk. 

Bíddu, átti ekki allt erlenda flóttafólkið að vera í sérúthlutuðum nýbyggingum og búa við hin bestu kjör? 

- Auglýsing -

Það er áreynsla að lesa heimskan áróður og falsfréttir sem kastað er fram án sérstakrar ígrundunar – þar sem tveimur minnihlutahópum er att saman. Það sem verra er, er að hjarðhegðun heimskra Íslendinga sem deila slíkum fordómum er óborganleg.

Þeir sem eru undir – eru undir; alveg sama hvaðan þeir koma eða hvers lenskt blóðið í þeim er.

Í allra besta bænum hugsum okkur tvisvar um áður en heimskunni er deilt og dreift áfram.

- Auglýsing -

Þennan pistill og fleiri má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -