Rithöfundurinn og fyrrverandi skólastjórinn, Indriði Úlfsson, er látinn á 91. aldursári.
Var Indriði fæddur þann 3. júní árið 1932 á Héðinshöfða á Tjörnesi; hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 7. febrúar síðastliðinn.
Eiginkona Indriða er Helga Þórólfsdóttir, sem fæddist þann 29. janúar árið 1939.
Börn Indriða og Helgu eru Úlfar Þór, hagfræðingur fæddur 1959, dáinn 2017, og Ingunn Líney, hjúkrunarfræðingur fædd 1962.
Indriði lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1953, og kenndi hann um tíma í Tjörneshreppi sem og á Húsavík; réð sig til starfa við Barnaskóla Akureyrar árið 1956; varð yfirkennari árið 1964.
Indriði var síðar ráðinn skólastjóri við Oddeyrarskóla á Akureyri; um miðjan sjöunda áratuginn. Hann gegndi því starfi til ársins 1995.
Indriði skrifaði fjölda barna- og unglingabóka, er litu dagsins á árunum 1967 til 1988.
Einnig var Indriði sýningarmaður í Borgarbíói á Akureyri í 30 ár; frá árinu 1957 til ársins 1987.
Útför Indriða verður frá Húsavíkurkirkju á morgun.