- Auglýsing -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fagnaði í gær þeim tímamótum að verða sjötugur. Af því tilefni skrifaði hann greinarstúf til þeiðurs sjálfum sér í Morgunblaðið. „Það er fagnaðarefni að ég skuli verða sjötugur …,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn og birti úrklippuna á Facebook.
Gunnar Smári Egilsson, foringi sósíalista, brást við með kaldhæðni: „Fallegt af þér að skrifa til þín,“ skrifaði hann. Hannes var snöggur til svars. „Ævi mín hefur löngum verið ástarævintýri með aðeins einum þátttakanda,“ svaraði hann. Gunnar Smári sá svo að sér og óskaði afmælisbarninu til hamingju með daginn.
Fjöldi annara óskaði Hannesi til hamingju með daginn og óskaði honum velfarnaðar og létu það ógert að hnýta í prófessorinn umdeilda á tímamótunum þegar hann stígur inn í hið gullna sólarlag efri áranna …