Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Gunnar Smári um verkbannið: „Nýfrjálshyggjan er gagnbylting hinna ríku gegn sigrum verkalýðsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson segir nýfrjálshyggjuna vera „gagnbyltingu hinna ríku gegn sigrum verkalýðsins“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifaði færslu á Facebook í dag, en hann hlekkjaði umfjöllun Samstöðu um bankastjóra og stórforstjóra og hvernig þeir vilji „lama samfélagið“. Segir hann að kröfur Eflingar muni kosta fyrirtæki um sex milljarða á meðan verkbann SA muni kosta fyrirtækin sex milljarða á dag.

„Fólkið sem leggir til lokun samfélagsins. Kröfur Eflingar myndu kosta fyrirtækin um 6 milljarða króna. Verkbann kostar fyrirtækin líklega um 6 milljarða króna á dag. Það telur stjórn SA þess virði, til að halda niðri kjarabaráttu fátækasta verkafólksins.

Svona víðtækt verkbann hefur aldrei verið á Íslandi. SA er því afl sem vill breyta sögunni og samfélaginu. Nýfrjálshyggjan er gagnbylting hinna ríku gegn sigrum verkalýðsins á síðustu öld. Og sú gagnbylting er á fullu skriði. Er að magnast og forherðast.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -