Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Guðmundur hættur með handboltalandsliðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

HSÍ sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Guðmundur Þórður Guðmundsson sé nú hættur sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins:

„Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla.

Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess.“

Segir einnig að „Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár. Hann hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika. Þegar Guðmundur tók við landsliðinu í þriðja skiptið árið 2018 var sett fram það markmið að koma landsliðinu aftur í fremstu röð, að verða meðal átta bestu landsliða heims. Á EM 2022 í Ungverjalandi náðist það markmið er liðið endaði í 6. sæti.“

Ljóst er að „Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur náð frábærum árangri með íslenska landsliðið og nægir að nefna silfur á Ólympíuleikunum 2008 í Beijing, bronsverðlaunum á EM 2010 í Austurríki, 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 7. sæti á HM 2003 í Portúgal, 6. sæti á HM 2011 í Svíþjóð og 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 í London og 6. sæti á EM 2022 í Ungverjalandi.

Guðmundur er eini þjálfarinn í sögu íslensks handbolta sem hefur unnið til verðlauna á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Þá er hann eini handknattleiksþjálfarinn í sögunni sem farið hefur með landslið tveggja mismunandi þjóða í úrslitaleik á Ólympíuleikum, landslið Íslands sem vann silfur, og landslið Danmerkur sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016.

- Auglýsing -

Fyrir hönd HSÍ viljum við þakka Guðmundi fyrir mjög vel unnin störf sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta yfir tímabil sem spannar 22 ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -