„Við stoppuðum ekki í gærkvöld“ segir Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi í Lyfjavali Apóteki Suðurnesja í samtali við Mannlíf í dag. En Suðurnesjamenn hafa tekið nýrri þjónustu fagnandi eftir að Lyfjaval Apótek Suðurnesja opnaði síðast liðinn föstudag 17. febrúar, fyrsta bílaapótekið á Suðurnesjum. Bílaapótekið er opið alla daga frá kl 9.00 til kl 21.00. Að sögn Tönju er apótekið stórglæsilegt með fjórum bílalúgum. Einnig eru þeir með hefðbundið apótek og þeir sem vilja geta farið inn og verslað þar.
Nýja apótekið er staðsett við Aðaltorg, sem er nýr hótel og verslunarkjarni í Reykjanesbæ. Nýi verslunarkjarninn, er staðsettur í aðeins 3ja mínútna fjarlægt frá flugvellinum, auk þess að vera staðsettur miðsvæðis gagnvart öðrum íbúum á Suðurnesjum.