Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Yfirlýsing frá Breiðablik: „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir grein á vefsíðunni fotbolti.net sá knattspyrnudeild Breiðabliks sér ekki annað fært en að senda frá sér yfirlýsingu.

Snýst málið um að leikmaður Breiðabliks, Gísli Eyjólfsson, sýndi ljósmyndara vefsíðunnar fotbolti.net óvirðingu er hann gekk meiddur af velli; kom síðar í ljós að Gísli hlaut heilahristing og var langt frá því að vera líkur sjálfum sér.

Hér má lesa yfirlýsinguna frá Breiðablik í heild sinni:

Flosi Eiríksson.

Á síðunni Fótbolti punktur net birtist fyrr í kvöld frétt þess efnis að Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks hefði sýnt Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, ljósmyndara miðilsins, dónaskap.

Vegna þessa er nauðsynlegt að fara yfir málavexti.

Í leik milli Leiknis og Breiðabliks fékk Gísli þungt höfuðhögg. Þegar sjúkraþjálfarinn kom að honum inn á velli, var hann ekki með sjálfum sér, talaði hálfsamhengislaust og var óstöðugur á fæti. Á leið út af velli sýndi Gísli ljósmyndaranum óviðeigandi framkomu og biður knattspyrnudeild Breiðabliks Jónínu afsökunar á þeirri hegðun.

- Auglýsing -

Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru.

Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina.

Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fotbolta punktur net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.

- Auglýsing -

Fulltrúar Breiðabliks reyndu að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust með afar litlum árangri.

Við fögnum fréttaflutningi af fótbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja.

Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.

Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu.

Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeilar Breiðabliks.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -