Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Covid greindist í starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða: „Nú erum við bara að vinna í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Covid-smit hafa greinst hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Stjórnendurnir skoða nú málið nánar.

Í samtali við Mannlíf staðfesti Súsanna Ástráðsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að Covid-smit hafi greinst í nokkrum starfsmönnum stofnunarinnar. Segir hún að smitin séu tengd þorrablótinu á Holti í Önundafirði sem Mannlíf fjallaði um fyrr í dag. „Nú erum við bara að vinna í þessu, skoða þetta. Það er búið að herða reglurnar hjá okkur og við ætlum að senda út leiðbeiningar.“

Sjá einnig: Hópsmit á þorrablóti í Önundarfirði: „Við vitum ekki hvaða afbrigði þetta er“

Sagði Súsanna að málið snúist nú um að vernda stofnunina enn frekar, til að koma í veg fyrir að fleiri smit greinist þar. Sett hefur verið á grímuskylda á HSV.

Aðspurð hvort búið sé að loka einhverjum deildum stofnunarinnar segir hún svo ekki vera. „Nei, nei, nei. Maður er bara alltaf að undirbúa sig fyrir það versta. Hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ekki er Súsönnu kunnugt um að mikil veikindi hafi hlotist af smitunum. Segir hún ennfremur að ekki sé vitað um hvaða afbrigði veirunnar sé um að ræða enda sé ekki verið að greina slíkt núna. „Við biðlum til fólks að vera heima og helst ekki koma hingað. Þetta gerum við til að vernda þá sem eru veikburða, lungnaveikir, gamla fólkið okkar. Þetta snýst um að vernda þá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -