Fjórir einstaklinga hafa verið handteknir eftir að hafa málað götuna fyrir utan rússneska sendiráðið í London, í fánalitum Úkraínu.
Hópurinn Led by Donkeys, sem stofnaður var í þeim tilgangi að mótmæla Brexit árið 2018, er á bak við mótmælin. Máluðu þau götuna í Kensington Palace Gardens í bláum og gulum litum úkraínska fánans, í tilefni af ársafmæli árásarstríðs Rússlands inn í Úkraínu. Samkvæmt BBC segist hópurinn hafa gert þetta til að minna Rússlandsforseta á „sjálfsákvörðunarrétt Úkraínu“.
Samkvæmt Met-lögreglunni hafa eru þrír menn og ein kona í varðhaldi vegna málsins.
Segist hópurinn hafa helt 170 lítrum af gulri málningu á götuna og annað eins magn af blárri málningu. Þau hafi svo dreift úr málningunni á götuna. Útskýrðu þau mótmælin á Twitter þar sem þau sögðu: „Á morgun er fyrsta afmæli innrásar heimsvaldastefnu Pútíns í Úkraínu, sem er sjálfstætt ríki og með fólk sem hefur fullan sjálfsákvörðunarrétt. Tilvist gríðarstórs úkraínsks fána fyrir utan sendiráð hans í London mun minna hann á það.“
Lögreglan segist hafa fengið tilkynningu kl. 08:45 um morguninn, um að málningu hafi verið hellt á götuna. Bætti hún því við að fjórir einstaklingar hafi verið hendteknir grunaðir um saknæmt tjón og hindrun á umferðargötu og að þau væru öll í varðhaldi.