Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Síberískur sjaman í áframhaldandi nauðungarvistun á geðdeild – Ætlaði að hrekja Pútín frá völdum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómstóll í Ussuriisk í Rússlandi, hefur nú framlengt nauðungarvistun sjamans frá Yakut, á geðdeild en hann var handtekinn og sendur í slíka vistun árið 2021.

Sjamaninn eða töfralæknirinn Aleksandr Gabyshev, lagði af stað gangandi til Moskvu-borgar frá Síberíu árið 2019 en tilgangurinn með henni var að hrekja Vladimír Pútín frá Kremlin, með þessum mótmælum. Vakti ganga hans mikla athygli í Rússlandi en lögreglan stöðvaði för hans reglulega þar til honum var komið fyrir í nauðungarvistun á geðdeild árið 2021. Lögmaður hans, Aleksei Pryanishnikov sagði fjölmiðlum frá því í gær að rétturinn hafi ákveðið að framlengja nauðungarvistunina fram að miðjum júní. Sagði hann einnig að rétturinn hafi neitað beiðni verjanda sjamans um að hann yrðri skoðaður af geðlæknum á Serbsky læknastofunni í Moskvu.

„Við teljum að læknar á geðlækningastofunni í Ussuriisk séu að komast að óhlutbundnum niðurstöðum um félagslegan ósamrýmanleika Gabyshevs, þegar þeir réttlæta nauðsyn þess að framlengja meðferð hans. Á sama tíma eru þeir sammála um að hann hafi ekki látið í ljós neina árásargirni, hvorki í garð sjálfs sín né annarra,“ sagði lögmaðurinn.

Síðast var meðferðinni framlengt í október.

Gabyshev var stöðvaður trekk í trekk af yfirvöldum árið 2019 er hann hóf göngu sína frá Síberíska heimasvæði sínu í lýðveldinu Sakha, sem er stærsta umdæmi Rússlands. Hóf hann gönguna með hinn opinbera tilgang að hrekja Pútín frá völdum. Árið 2021 var hann svo sendur í nauðugarvistun eftir að dómsstóll hafði dæmt hann „andlega óhæfan“.

Við yfirheyrslu var hann sakaður um að hafa framið „ofbeldisbrot gegn lögreglumanni“, er hann var fjarlægður gegn vilja sínum og sendur í geðrannsókn, í janúar 2021. Lögfræðingar og stuðningsmenn Gabyshevs mótmæltu úrskurðinum og segja að kyrrsetning hans sé tilraun til að þagga niður andóf.

- Auglýsing -

Mannréttindasamtökin The Memorial Human Rights Center í Rússlandi segja Gabyshev vera pólitískan fanga og Amnesty International hefur hafið átak þar sem kallað er eftir því að honum verði sleppt.

Sjamanar hafa þjónað samfélögum í Síberu um aldri, sem heilarar og spásagnarmenn. Á Sovíet-tímanum voru dulspekingar bældir niður en í nokkrum einagruðum svæðum Síberu hafa þeir verið að ná aftur vopnum sínum.

Það var Radio Free Europe sem sagði frá þessu máli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -