- Auglýsing -
Hundrað starfsmönnum Ráðhússins í Reykjanesbæ var gert að yfirgefa húsið eftir að hótun barst um að sprengja það í loft upp. Tilkynningin barst í tölvupósti í morgun. Víkurfréttir greindu frá og sögðu að innihald póstsins væri að sprengjum hefði verið komið fyrir í húsinu. Skilaboðin voru á ensku.
Lögreglan hefur lokað húsinu. Beðið er eftir sérfræðingum með leitarhund frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að ganga úr skugga um alvöru málsins..