Glænýtt og spennandi helgarblað Mannlífs er komið út! Blaðið er hægt að lesa frítt hér á vefnum. Í blaðinu má að þessu sinni finna ýmis spennandi viðtöl, baksýnisspegilinn, lífsreynslusöguna og margt fleira.
Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Unu Torfadóttur, sem segir meðal annars frá erfiðri lífsreynslu sinni þegar hún greindist með krabbamein aðeins tvítug að aldri. Una sigraðist á krabbameininu og hefur á stuttum tíma sigrað hjörtu landsmanna með tónlist sinni. Hún lítur upp til móður sinnar, er mikil baráttukona en pólitíkin heillar hana ekki, enn sem komið er.