Nokkuð annasamur dagur hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En þar segir að laust fyrir klukkan tvö í dag hafi lögreglunni borist tilkynning vegna karlmanns sem fallið hafði á göngu í tónlistarhúsinu Hörpu með þeim afleiðingum að hann beinbrotnaði á fæti. Var maðurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þá var einnig tilkynnt um umferðarslys á Hafnarfjarðarhöfn en þar hafði lyftara verið ekið á bíl. Reyndist ökumaður lyftarans réttindalaus til að aka vinnuvélinni á opnu svæði.
Tilkynning úr Vesturbæ Reykjavíkur barst vegna ákeyrslu á bíl og að tjónvaldur hafi stungið af á vettvangi. Meintur gerandi fannst skömmu síðar og viðurkenndi hann brotið.