- Auglýsing -
Búist er við sumarveðri á landinu á morgun en gert er ráð fyrir að hiti muni ná tveggja stafa tölu í ákveðnum landshlutum. Hlýjast verður á Akureyri en þar er spáð ellefu stiga hita og sól.
Á austanverðu landinu má búast við heiðskýru veðri og hiti verður á bilinu átta til tíu gráður. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað á höfuðborgarsvæðinu og hiti um sjö stig.