Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Dans, rokk og bráðnandi snjóhús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spennandi hlutir að gerast í tónlistarheiminum.

Samdi tónlist við heimildarmynd um síðustu snjóhúsin
Tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson (sjá mynd hér að ofan), sem sló á sínum tíma í gegn með hljómsveit sinni Ampop, hefur svo sannarlega komið víða við á ferlinum. Nýverið samdi hann alla tónlistina fyrir heimildarmyndina The Last Igloo, sem fjallar um veiðimann á Grænlandi og snjóhús (igloo) sem hann býr til. Í myndinni er sjónum að sjóhúsunum sem eru talin vera með elstu byggingarformum heims, en vegna hlýnandi veðurfars hefur ísinn á Grænlandi og snjóhúsin bráðnað hraðar en nokkru sinni fyrr. Hægt er að nálgast tónlistina úr myndinni á öllum helstu streymisveitum.

Diagram sendir frá sér nýtt myndband
Nýlega kom út myndband með hljómsveitinni Diagram við lagið All Night. Lagið er hluti af rokk og ról plötu sveitarinnar Transmission Response, sem kom út fyrr á árinu á vegum Fuzz Club Record. Myndband við annað lag af plötunni, In My Heart, In My Soul, leit áður dagsins ljós. Diagram hófst sem sólóverkefni Hákonar Aðalsteinssonar (The Third Sound, Gunman & The Holy Ghost, The Brian Jonestown Massacre) sem hann vann að í hléum milli annarra verkefna, en varð að tveggja manna hljómsveit þeirra Hákonar og Fred Sunesen þegar kom að því að flytja tónlistina á tónleikum. Hljómsveitin er einmitt á leið í tónleikaferðalag í Þýskalandi, Sviss og Frakklandi.
Myndbandið við All Night er unnið úr myndefni frá fyrstu tónleikum sveitarinnar sem fóru fram í Berlín í sumar en það er unnið af Daisy Rickman og Theo Taylor. Hægt er að sjá myndbandið á albumm.is.

Hefur engu gleymt
Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Þröstur Elvar Óskarsson frá sér raf/danslagið Flam Bang Money Scam. Þröstur vakti fyrst athygli á tíunda áratugnum þegar danstónlist sveita eins og Daft Punk, Chemical Brothers og The Prodigy tröllriðu heimsbyggðinni. Þar var Ísland engin undantekning en ein þeirra mörgu raf/danssveita sem komu hér fram á sjónarsviðið hét Súrefni og hana skipuðu umræddur Þröstur og félagi hans Páll Arnar Sveinbjörnsson. Lag sveitarinnar Disco naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Fyrrnefnt lag Þrastar, Flam Bang Money Scam, þykir vera virkilega þétt og sýnir að kappinn hefur engu gleymt. Hægt er að hlusta á það á albumm.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -