Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir endurbirti ljóð sem hún samdi til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, á Facebook og þakkaði henni fyrir að standa vörð um fátæka fólkið.
Aðdáun Steinunnar Ólínu, leikkonu á verkalýðsforingjann Sólveigu Önnu hefur ekki farið framhjá mörgum enda hefur Sólveig verið ötul í baráttu sinni fyrir bættari kjörum skjólstæðinga sinna undanfarið, þó eflaust megi rökræða hversu vel tókst til að lokum.
Í nýrri færslu á Facebook birtir Steinunn Ólína ljósmynd af Sólveigu Önnu og þakkar henni fyrir unnin störf í þágu verkalýðsins.
Þá endurbirti hún ljóð sem hún samdi til verkalýðsforingjans í fyrra en færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Þetta orti ég til Sólveigar Önnu í febrúar í fyrra. Ég dáist enn að baráttuþreki hennar og einurð í vinnu sinni fyrir fátækasta fólkið á vinnumarkaðinum og hversu óhrædd hún er að mæta andstæðingum verkalýðsbaráttu á Íslandi sem eru bæði valdamiklir og grimmir.
Ég þakka henni jafnframt að hafa haft stórkostleg áhrif á stéttvitund fólks á Íslandi og að hafa vakið baráttu fyrir betra samfélagi og bættum kjörum almennings upp frá dauðum.
Sólveig kallar sannarlega eftir annarri samfélagsgerð. Hún kallar eftir því að okkur sé ekki sama um fátækt fólk og hvernig því reiðir af.
Ort til Sólveigar Önnu 16. Febrúar 2022.