Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kolbrún er látin: „Falleg og skemmtileg mannvera góðviljuð og eldklár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Ósk Óskarsdóttir var fædd á aðfangadag jóla, þann 24.desember, árið 1953. Hún lést þann 23.febrúar síðastliðinn.

Kobrún gekk í Vogaskóla þar sem hún tók landspróf, þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð. Ásamt almennu námi lærði Kolbrún á píanó í Tónlistarskólanum í Reykjavík og þótti hæfileikarík. Þegar hún lauk bæði stúdentsprófi og einkaleikaraprófi hélt Kolbrún til Vínarborgar í framhaldsnám í píanóleik. Þar var hún í fjögur ár og hóf þá kennslu við listina í Tónlistarskóla Garðarbæjar. Einnig var hún þar meðleikari söngnemanda við góðan orðstír. Kolbrún þótti einstakur píanókennari og sinnti hún nemendum sínum af alúð. Kolbrún átti tvær systur, önnur er yngri en hin eldri. Eina dóttir Kolbrúnar býr í Bretlandi ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.

Systir Kolbrúnar, Helga Óskarsdóttir, skrifaði minningarorð til systur sinnar sem hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að deila.

„Elskuleg systir mín Kolbrún Ósk er látin. Falleg og skemmtileg mannvera, góðviljuð og eldklár, með sterka réttlætiskennd og skoðanir. Átti auðvelt með að láta fólki líða vel með nærveru sinni. Ég á eftir að sakna hennar mikið, en fallegar og góðar minningar eiga eftir að lýsa upp tilveruna.

Megirðu fljúga hátt og fallega inn í fegursta Ljós allra ljósa, elsku Kolla mín“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -