- Auglýsing -
Lögregan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni eftir að þeim barst tilkynning um líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ. Árásin átti sér stað seinnipart laugardags en maðurinn sem leitað er að er á þrítugsaldri.
Þolandinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en var útskrifaður fljótlega. Fjórir menn voru á staðnum þegar slagsmálin brutust út og leitaði lögregla tveggja þeirra. Annar mannanna er kominn í leitirnar en veit lögregla hver hinn maðurinn er og er hann því beðinn um að gefa sig fram hjá lögreglu.