Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ungur úkraínskur hælisleitandi fannst meðvitundalaus á enskri strönd: „Hún var yndisleg stelpa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínsk skólastúlka lést á spítala eftir að hafa fundist meðvitundalaus á ströndinni í Devonskíri í Englandi. Hún var hælisleitandi sem flúði stríðið í heimalandinu ásamt móður sinni.

Lögreglu barst tilkynning um að unglingur, sem bjó ásamt móður sinni hjá fjölskyldu frá Devonskíri í Englandi, væri týnd í sjávarþorpinu Dawlish, á laugardagskvöld.

Leit lögregluþyrlna og strandgæslunnar að stúlkunni var árángur en hún fannst meðvitundalaus á ströndinni og var flutt með sjúkraflugi til Royal Devon and Exeter sjúkrahússins, þar sem hún lést stuttu síðar.

Unglingsstúlkunni hefur verið lýst af samnemendum sem „góðri og umhyggjusamri manneskju“. Einn þeirra sagði: „Hún var í skólanum mínum. Þetta er svo sorglegt, hún var yndisleg stelpa.“

Annar nemandi bætti við: „Við vorum bara að fá fréttirnar í skólanum mínum af því að hún var líka nemandi hér og okkur finnst þetta öllum hryllilegt. Hún var svo góð og umhyggjusöm manneskja og það er svo sorglegt að hún sé dáin.“

Í augnablikinu er andlát hennar meðhöndlað sem óútskýrt en lögreglan biðlar nú til einhvers sem á CCTV eða dyrabjöllumyndskeið, að koma fram með þau.

- Auglýsing -

Bæjarbúar í áfalli

Bæjarbúar í Dawlish eru brugðið yfir þessum skelfilega atburði og vilja fá svör.

Carol Evans, 72 ára sjálfboðaliði í The Children´s Society búðinni í Dawlish sagði: „Ég er alveg skelfingu lostin, mér finnst þetta hræðilegt. Ég vona að það hafi ekki verið einhver annar sem olli því. Ég held að fólk yrði mjög brugðið ef svo reynist. Ég hef unnið hér í yfir 10 ár. Maður kynnist öllum hér. Ég þekki 99 prósent allra í Dawlish. Við höfum vingast við fjöldi Úkraínskra fjölskyldna hér. Margir þeirra hafa þó farið aftur til Úkraínu.“

- Auglýsing -

Hjólabúðareigandinn Radyk Modrzynsk sagði: „Ég er í sjokki því dóttir mín er einnig 14 ára. Ég mun pottþétt ræða við hana um stöðuna þegar hún kemur heim úr skólanum. Þetta hefur vakið hjá mér áhyggjur yfir hennar öryggi líka.“

Þá lýsti eigandi verslunnar yfir áhyggjum sínum af fjölskyldu stúlkunnar og sagðist hafa orðið fyrir „áfalli“ þegar hann heyrði fréttirnar. Bætti hann við: „Ég á unglinga líka og ég er bara í áfalli yfir þessu. Við höfum áhyggjur af fjölskyldu grey stúlkunnar.“

Einnig tjáði starfsmaður póstsins sig um málið: „Eftir allt það sem þessar aumingja úkraínsku fjölskyldur hafa gengið í gegnum í heimalandinu. Þetta er mjög hræðilegt að heyra.“

Mark Barber, kokkur á barnum í Dawlish sagði: „Ég væri til í aðeins betri upplýsingar því þær eru nánast engar. Ég hef mín eigin börn sem ég hef áhyggjur af. Ég komst að þessu í fréttunum. Mér er órótt yfir því að þetta sé eitthvað sem ég þurfi að hafa áhyggjur af. Við sjáum oft úkraínskar fjölskyldur koma hingað á barinn til að borða. Þetta eru miklar sorgarfréttir.“

Karlkyns viðskiptavinur á barnum, sem keyrði að landamærum Póllands og Úkraínu í byrjun stríðsins til að flytja hjálpargögn til Úkraínubúa, sagði: „Það sem ég sá þar braut hjarta mitt. Ég man þegar ég gaf litlum dreng bangsa en hann hafði glatað öllu. Varðandi stúlkuna, þá sá hún margt í Úkraínu og kom hingað til að lifa betra lífi og þetta gerist fyrir hana. Þetta er hræðilegt.“

Von er á niðurstöðum krufningar á fimmtudaginn.

Það var Daily Mail sem fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -