Bergrós er ung söngkona og lagahöfundur sem er að hefja sinn sólóferil. Hún er að vinna að sinni fyrstu plötu ásamt pródúsernum Sæmundi Hrafni Lindusyni sem kallar sig Slaemi.
Fyrr í þessum mánuði sendu þau frá sér lagið Criminal af nýju plötunni en nú er komið út myndband við lagið.
Myndbandið við lagið er unnið af Birgittu Stefánsdóttur og var það tekið upp að hluta til í stúdíóinu þeirra uppá Höfða sem kallasat 43 Clubhouse, og í Hvalfirði. Myndbandið sýnir inn í hugarheim listakonunnar þar sem fyrrum elskhuginn birtist ítrekað, þrátt fyrir tilraunir hennar til að loka á viðkomandi.
Bergrós segir að lagið sjálft fjalli um vítahringinn að reyna að hætta að hugsa um einhvern, sem lætur mann hugsa meira um viðkomandi. „Manneskjan er stöðugt óboðin að lauma sér inn í hugsanir manns þar sem það er hægara sagt en gert að slökkva á öllum tilfinningum þegar maður helst vill það – sem getur verið óþolandi,” útskýrir hún.
Í myndbandinu notast þau við opinn eld og var Bergrós sjálf og leikarinn komin með sviða í augu við tökurnar á því. Þau létu það þó ekki á sig fá og héldu andliti og úr varð þetta glæsilega myndband.
Sjá einnig: Vítahringur að reyna að hætta að hugsa um einhvern