Björgunarsveitir leitar að manni sem búsettur er á Eskifirði, en hann hefur verið týndur í um tólf daga. Engar upplýsingar um manninn né leitina hefur borist frá lögreglunni.
Sagt var frá því í fréttum á mánudaginn að leit væri hafin af íslenskum manni sem búsettur sé á Eskifirði og vinni á svæðinu. Hann sé þó frá Suðurvesturlandinu. Lögreglan hefur engar upplýsingar sent frá sér vegna leitarinnar, hvorki um manninn né leitina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti þó leitina við Austurfrétt án þess að gefa upp miklar upplýsingar. Þó kom fram að leitað er við sjó og í fjallendi á Eskifirði en þar sást síðast til mannsins fyrir um tólf dögum síðan.
Mannlíf hefur bæði reynt að hringja í lögregluna á Eskifirði sem og sent tölvupóst þangað en engin svör fengið en vaninn er í málum sem þessum að birt sé mynd af hinum týnda og nafn hans gefið upp, svo almenningur geti veitt upplýsingar um ferðir viðkomandi.